Naomi Osaka leikur til undanúrslita á Opna ástralska meistaramótinu í tennis en hún vann öruggan sigur gegn Hsieh Su-Wei frá Taívan í átta liða úrslitum í Melbourne í nótt.
Hin japanska Osaka vann 6:2-sigur í tveimur settum og flaug áfram í undanúrslitin þar sem hún mætir annaðhvort Serenu Williams eða Simonu Halep.
Osaka fagnaði sigri á Opna ástralska meistaramótinu árið 2019 en hún er einungis 23 ára gömul.
Hún hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum en tveir þeirra komu á Opna bandaríska meistaramótinu, 2018 og 2020.