Knattspyrnumaðurinnn Björn Axel Guðjónsson er genginn til liðs við uppeldisfélagið Gróttu á nýjan leik og leikur með liðinu í 1. deild næsta sumar en Grótta féll á síðasta tímabili úr efstu deild.
Björn Axel er 26 ára og uppalinn í Gróttu en hefur einnig leikið með KV, Njarðvík, KFR og KFS.
Þá hefur hinn 19 ára gamli Birkir Rafnsson skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu og lék með 2. flokki og Kríu á síðasta tímabili.
Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.