Spánverjinn Rafael Nadal er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Grikkjanum unga, Stefanos Tsitsipas, í fjórðungsúrslitum mótsins.
Tsitsipas, sem er 22 ára gamall, lenti tveimur settum undir, 3:6 og 2:6, en vann þrjú næstu, 7:6 eftir upphækkun, 6:4 og 7:5 og þar með frábæran 3:2 endurkomusigur.
Tsitsipas mun mæta Rússanum Daniil Medvedev í undanúrslitum mótsins á föstudaginn.