Glímumót í Mjölni í kvöld – Gunnar Nelson lýsir

Gunnar Nelson er annar lýsenda glímumóts Mjölnis í kvöld.
Gunnar Nelson er annar lýsenda glímumóts Mjölnis í kvöld.

Í kvöld klukkan 20 fer fram Collab-glíman, glímumót sem er haldið á vegum bardagaíþróttafélagsins Mjölnis. Átta athyglisverðar glímur verða á dagskrá sem sýndar verða í beinni útsendingu á youtuberás Mjölnis. Gunnar Nelson bardagakappi mun lýsa mótinu ásamt Kristínu Sif Björgvinsdóttur útvarpskonu á K100.

Eftirfarandi glímur verða á dagskrá:

Sigursteinn Óli Ingólfsson gegn Mikael Leó Aclipen

Viktor Gunnarsson gegn Aroni Kevinssyni

Lili Rá gegn Lilju Guðjónsdóttur

Bjarki Eyþórsson gegn Hrafni Þráinssyni

Valdimar Torfason gegn Sigurpáli Albertssyni

Margrét Ýr Sigurjónsdóttir gegn Ólöfu Emblu Kristinsdóttur

Halldór Logi Valsson gegn Bjarka Þór Pálssyni

Kristján Helgi Hafliðason gegn Eiði Sigurðssyni

Þetta er í fyrsta sinn sem Collab-glíman er haldin. Keppt verður í brasilísku jiu-jitsu og verður einungis hægt að vinna með uppgjafartaki þar sem engin stig verða í boði.

Margir af færustu glímumönnum og -konum Íslands keppa á mótinu en þar af eru þrír svartbeltingar í brasilísku jiu-jitsu.

Mótinu verður sem áður segir streymt í beinni útsendingu á youtuberás Mjölnis enda engir áhorfendur leyfðir. Streymið hefst klukkan 20 og kemur hlekkurinn á mótið beint á rásina á þeim tíma.

Auk þess sem Gunnar og Kristín Sif lýsa mótinu mun Davíð Rúnar Bjarnason vera kynnir.

Stikla fyrir Collab-glímuna:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert