Sturlu Snæ Snorrasyni tókst ekki að ljúka fyrri ferð í aðalkeppni karla í stórsvigi á HM í alpagreinum í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu í morgun.
Sturla Snær var eini Íslendingurinn sem komst áfram í aðalkeppnina eftir að hafa hafnað í 17. sæti í undankeppninni í gær.
Frakkinn Alexis Pintaurult er með besta tímann eftir fyrri ferðina en hann kom í mark á tímanum 1:17,55 mínútum.
Luca De Aliparandini frá Ítalíu kom í mark á tímanum 1:17,95 og er í öðru sæti en Marco Odermatt, frá Sviss, sem þótti sigurstranglegastur fyrir keppnina, tókst ekki að ljúka fyrri ferð sinni.
Keppendur snúa aftur á stórsvigsbrautina klukkan 12:30 þegar að þeir renna sér seinni ferðina.