Íslensku svigkonurnar allar úr leik

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var á meðal þeirra sem féll úr …
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var á meðal þeirra sem féll úr keppni í morgun. AFP

Í morgun lauk fyrri ferð í aðalkeppni svigs kvenna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Cortina D'Ampezzo á Ítalíu. Fjórar íslenskar svigkonur kepptu en féllu allar úr keppni í fyrri ferðinni.

Þetta eru þær Hjördís Birna Ingvadóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir.

Í efstu sætum í fyrri ferð aðalkeppni svigs kvenna voru í efsta sæti Austurríkiskonan Katharina Liensberger, þá hin slóvakíska Petra Vlhova og í þriðja sæti Wendy Holdener frá Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert