Liensberger heimsmeistari

Katharina Liensberger fagnar heimsmeistaratitlinum í svigi kvenna.
Katharina Liensberger fagnar heimsmeistaratitlinum í svigi kvenna. AFP

Austurríkiskonan Katharina Liensberger tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í svigi kvenna.

Liensberger varð fyrst og með besta tímann í báðum ferðum aðalkeppninnar á mótinu í dag, sem fer fram í Cortina D‘Ampezzo á Ítalíu.

Í öðru sæti lenti hin slóvakíska Petra Vlhova og í þriðja sæti varð Bandaríkjakonan Mikaela Shiffrin, sem vann síðustu fjögur heimsmeistaramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert