KA vann nauman sigur á Fylki í gærkvöld þegar liðin mættust á Akureyri í úrvalsdeild karla í blaki, Mizuno-deildinni, og litlu munaði að Árbæingar ynnu sinn fyrsta leik á tímabilinu.
KA knúði fram 3:2-sigur eftir oddahrinu en hrinurnar enduðu 25:22, 25:17, 24:26, 24:26 og 15:13 og Fylkir fékk með þessu sinn fyrsta stig.
Stigahæstur í liði KA var Miguel Mateo með 22 stig en Alexander Arnar Þórisson og Oscar Fernández bættu við 14 stigum hvor. Hjá Fylki var Bjarki Benediktsson stigahæstur með 14 stig og Eduard Constantin kom næstur með 13 stig.
Eftir leikinn er KA með 16 stig eftir sjö leiki og er í 3. sæti deildarinnar. Fylkir er í áttunda og neðsta deildarinnar með eitt stig eftir átta leiki.
Þá er Hamar kominn í átta liða úrslit bikarkeppni karla, Kjörísbikarsins, eftir 3:0-sigur á Þrótti frá Neskaupstað í Hveragerði í kvöld. Hrinurnar enduðu 25:12, 25:17 og 25:22.