Japanska tenniskonan Naomi Osaka vann öruggan sigur á Bandaríkjakonunni Jennifer Brady í úrslitaleik Opna ástralska meistaramótsins í morgun.
Osaka vann með tveimur settum, 6:4 og 6:3, og tryggði sér þar með annan titil sinn á Opna ástralska. Vann hún mótið sömuleiðis árið 2019.
Osaka hefur nú unnið fjóra stóra titla í tennis og er taplaus í úrslitaleikjum. Vann hún einnig Opna bandaríska meistaramótið á síðasta ári og árið 2018.