Sturla Snær komst áfram

Sturla Snær tekur þátt í aðalkeppninni í svigi karla á …
Sturla Snær tekur þátt í aðalkeppninni í svigi karla á HM í alpagreinum á morgun. AFP

Sturla Snær Snorrason lenti í fjórða sæti í undankeppni karla í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Cortina D’Ampezzo á Ítalíu í dag. Hann er þar með kominn áfram í aðalkeppnina í svigi, sem fer fram á morgun.

Sturla Snær átti afar góða fyrri ferð í undankeppninni og var í öðru sæti að henni lokinni. Í seinni ferðinni lenti hann í smvægilegum vandræðum þegar hann missti aðra legghlífina á miðri leið en það kom ekki að sök því hann endaði sem áður segir í fjórða sæti.

Þrír aðrir Íslendingar kepptu í undankeppninni í dag en komust ekki áfram. Gauti Guðmundsson endaði í 31. sæti og var því ekki langt frá því að komast áfram, en 25 efstu komust í aðalkeppnina. Gauti gerði mistök neðarlega í brautinni í fyrri ferðinni og var í 39. sæti eftir hana en seinni ferðin var góð og náði hann að vinna sig upp um átta sæti.

Bjarki Guðmundsson og Georg Fannar Þórðarson náðu ekki að ljúka fyrri ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert