Serbinn Novak Djokovic bar sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í níunda sinn á ferlinum eftir að hann lagði Rússann Daniil Medved að velli í úrslitunum í dag.
Djokovic vann nokkuð öruggan sigur í úrslitarimmunni. Rússinn reyndist erfiður í fyrsta settinu, sem Djokovic vann eftir upphækkun, 7:5, en næstu tvö vann hann örugglega, bæði 6:2.
Hann hefur nú unnið á Opna ástralska mótinu þrisvar í röð og alls níu sinnum á ferlinum en þetta er átjándi risatitill Serbans á ferlinum. Aðeins Roger Federer og Rafael Nadal hafa unnið fleiri, eða 20 talsins.