Sturlu Snæ Snorrasyni tókst ekki að ljúka fyrri ferð í svigkeppni á HM í alpagreinum í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu í morgun. Austurríkismaðurinn Adrian Pertl er efstur.
Heimamaðurinn Alex Vinatzer er annar og Sebastian Foss-Solevåg frá Noregi er í þriðja sæti eftir fyrri ferðina en sú síðari fer fram klukkan 12:30 í dag.
Sturla Snær lenti í fjórða sæti í undankeppninni í gær þar sem þrír aðrir Íslendingar kepptu án þess að komast áfram. Efsti maður heimsbikarsins í svigi, Marco Schwarz frá Austurríki, náði ekki nema áttunda sæti í morgun.