Þrír Íslendingar hófu leik á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum sem fram fer í Oberstdorf í Þýskalandi sem hófst í dag.
Gígja Björnsdóttir hafnaði í 5. sæti í undankeppni í 5 km skíðagöngu kvenna og komst áfram í aðalkeppnina sem fer fram 2. mars.
Þá hafnaði Albert Jónsson í 4. sæti í 10 km skíðagöngu karla en Dagur Benediktsson endaði í 16. sæti og komst ekki áfram.
Aðalkeppnin fer fram 3. mars en Snorri Einarsson hafði náð lágmörkum fyrir hana og þurfti því ekki að taka þátt í undankeppninni.
Á morgun fer fram sprettganga þar sem þrír íslenskir keppendur taka þátt. Dagur Benediktsson, Isak Stianson Pedersen og Gígja Björnsdóttir.