Svíar og Norðmenn voru ekki lengi að næla í gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum en fyrsti keppnisdagur var í dag.
Fyrsta keppnisgreinin var sprettganga en HM fer fram í Oberstdorf í Þýskalandi. Joanna Sundling frá Svíþjóð sigraði í kvennaflokki. MAiken Caspersen varð önnur og Anamarjia Lampic frá Slóveníu varð þriðja.
Gígja Björnsdóttir hafnaði í 86. sæti.
Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og unnu þrefalt í karlaflokki. Johannes Høsflot Klæbo varð heimsmeistari í sprettgöngu en landar hans Erik Valnes og Håvard Solås Taugbøl fengu silfur og brons.
Isak Stianson Pedersen hafnaði í 76. sæti og Dagur Benediktsson í 86. sæti.