Eva María Baldursdóttir, efnilegasti hástökkvari Íslands í kvennaflokki, vann öruggan sigur í greininni í 18-19 ára flokki á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í Laugardalshöll í kvöld.
Eva stökk hæst 1,76 metra, sem er tveimur sentimetrum frá hennar besta árangri í greininni innanhúss. Hún reyndi þrívegis við 1,82 metra án árangurs.
Katrín Tinna Pétursdóttir varð önnur með 1,57 metra og Elsa Björg Pálsdóttir þriðja með 1,54 metra.