Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti í kvöld nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi kvenna innanhúss er hún hljóp vegalengdina á 7,46 sekúndum á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í Laugardalshöll.
Bætti hún metið sem hún deildi með Tiönu Ósk Whitworth um 0,01 sekúndu. Guðbjörg á nú ein Íslandsmet í 100 og 200 metra hlaupum utanhúss og 60 metra hlaupi innanhúss. Silja Úlfarsdóttir á enn metið í 200 metra hlaupi innanhúss.
Hildigunnur Þórarinsdóttir varð önnur á 7,82 sekúndum og Hrafnhildur Ólafsdóttir þriðja á 8,32 sekúndum.