Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst standa við þá yfirlýsingu sína að íþróttamenn eigi ekki að skipta sér af stjórnmálum, þótt bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hafi sent honum tóninn.
Zlatan sagði í viðtali í síðustu viku að íþróttamenn eins og hinn sigursæli LeBron ættu ekki að vera að blanda sér í stjórnmál en einbeita sér frekar að íþrótt sinni.
LeBron hefur verið í fararbroddi NBA-leikmanna sem hafa látið í sér heyra varðandi kynþáttamisrétti og ofbeldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann svaraði ummælum Zlatans strax og sagðist aldrei myndu þegja yfir því sem ekki væri í lagi.
Zlatan var spurður nánar út í þetta á fréttamannafundi í dag og hann kvaðst áfram á sömu skoðun.
„Kynþáttamisrétti og stjórnmál eru tveir ólíkir hlutir. Íþróttafólk sameinar heiminn, stjórnmál sundra honum. Í okkar umhverfi eru allir velkomnir, sama hver þeirra bakgrunnur er, og við gerum allt til að standa saman. Mín skilaboð? Íþróttafólk á að vera íþróttafólk, stjórnmálamenn eiga að vera stjórnmálamenn.