Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti nýtt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á móti í Vejle í Danmörku í dag.
Snæfríður kom í mark á tímanum 2:00,50 og bætti eigið Íslandsmet um rúmlega sekúndu en gamla metið var 2:01,82.
Þá synti hún einnig undir B-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem fram fara í Japan næsta sumar sem og lágmarki fyrir EM í 50 metra laug, sem fram fer í maí í Búdapest.