SA vann þægilegan 9:0-útisigur á SR í Hertz-deild kvenna í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. SA vann allar loturnar 3:0.
Arndís Sigurðardóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir og María Eiríksdóttir skoruðu mörkin í fyrstu lotunni. María bætti við sínu öðru marki snemma í annarri lotu og þær Katrín Björnsdóttir og Hilma Bergsdóttir komu SA í 6:0.
Berglind Leifsdóttir skoraði sjöunda og níunda markið, en þess á milli skoraði Hilma sitt annað mark og áttunda mark SA.
SA hefur unnið alla sjö leiki sína í deildinni til þessa afar sannfærandi. SR hefur tapað öllum sínum leikjum.