Deildarmeistaratitillinn í höfn

Skautafélag Akureyrar er ríkjandi Íslandsmeistari.
Skautafélag Akureyrar er ríkjandi Íslandsmeistari. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Skautafélag Akureyrar tryggði sér um helgina deildarmeistaratitil kvenna í íshokkí þegar liðið vann Skautafélag Reykjavíkur tvívegis í Skautahöllinni í Laugardal.

Leikirnir enduðu 12:0 og 9:0 og eftir sigurinn í þeim síðari var deildarmeistaratitillinn í höfn. Þegar þremur leikjum er ólokið í Hertz-deildinni er SA með 21 stig, Fjölnir er með 6 stig og SR ekkert. Fjölnir og SR eiga eftir að mætast tvisvar og þá eiga Fjölnir og SA eftir að mætast.

Baráttan um annað sætið er ekki útkljáð en Fjölnir stendur vel að vígi og nægir eitt stig í leikjunum tveimur gegn SR til að öðlast réttinn til að mæta SA í úrslitaeinvíginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert