Fjölnir vann 5:3-sigur á SR er liðin mættust í Hertz-deild karla í íshokkí í Egilshöllinni í kvöld. Heimamenn tóku snemma tveggja marka forystu en gestirnir jöfnuðu metin snemma í öðrum leikhluta.
Viggó Hlynsson kom Fjölnismönnum yfir strax á þriðju mínútu og Úlfar Andrésson bætti við marki fimm mínútum síðar. Gunnlaugur Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir gestina þremur mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta og Steinar Veigarsson jafnaði svo metin á 28. mínútu.
Eftir það blésu heimamenn hins vegar aftur til sóknar. Aron Knútsson og Thomas Vidal skoruðu áður en þriðja leikhluta var lokið og Viggó bætti við sínu öðru marki til að innsigla sigurinn rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.
Fjölnir er nú með 12 stig í öðru sæti deildarinnar, með fjóra sigra úr sjö leikjum og sex stigum á eftir toppliði SA. SR er áfram á botninum án stiga eftir sex leiki.