Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi varð fimmti í stórsvigi á innanlandsmeistaramóti í Liechtenstein í dag.
Hilmar kom í mark á tímanum 1:27,57 en aðstæður í Malbun eru eins og best verður á kosið. Efstur var Frakkinn Arthur Bauchet á tímanum 1:22,28. Keppni heldur áfram næstu þrjá daga en á morgun hefst stórsvig á lokamóti Evrópumótaraðar IPC, Alþjóðaíþróttasambands fatlaðra.