Íslendingur keppir á HM í Aspen

Marinó Kristjánsson keppir á HM í Aspen.
Marinó Kristjánsson keppir á HM í Aspen. Ljósmynd/SKI

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að fimm efstu úr tveimur undanúrslitariðlum komast í lokaúrslit. 

Marinó er númer 27 í rásröðinni en fresta þurfti keppni kvöldsins vegna veðurs, en hún er loks hafin. Alls eru 56 karlar skráðir til leiks í keppni kvöldsins en aðeins tíu þeirra komast í úrslit. 

Marinó er einnig með keppnisrétt á stórum palli, eða big air. 

Keppnistímar á HM: 

  • 10. mars - Undankeppni í brettafimi kl. 20:00 - Ráslisti kk
  • 12. mars - Aðalkeppni í brettafimi kl. 16:30
  • 14. mars - Undankeppni í big air
  • 16. mars - Aðalkeppni í big air
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert