Hilmar fékk brons á síðasta degi

Hilmar Snær Örvarsson á Evrópumótaröð IPC 2021
Hilmar Snær Örvarsson á Evrópumótaröð IPC 2021 Ljósmynd/ÍF/JBÓ

Hilm­ar Snær Örvars­son úr Vík­ingi varð í dag þriðji í svigi á Evrópumótaröð IPC en þetta var lokadagur mótaraðarinnar þetta tímabilið. Hilmar lýkur því keppni á tímabilinu með brons og silfurverðlaun í svigi.

Íslendingurinn varð annar og fékk silfur í Malbun í gær í svigi í standandi flokki karla á landsmóti í Liechten­stein. Í dag fór svo fram lokadagurinn á Evrópumótaröð IPC, Alþjóðaíþrótta­sam­bands fatlaðra. Frakkinn Arthur Bauchet bar sigur úr býtum en Hilmar var í öðru sæti eftir fyrri ferð dagsins. Hann gerði smávægileg mistök í upphafi annarrar ferðar og reyndust þau dýr en Hilmar lauk keppni í 3. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert