HK mætir KA í úrslitaleiknum

HK leikur til úrslita í Kjörísbikar kvenna.
HK leikur til úrslita í Kjörísbikar kvenna. mbl.is/Árni Sæberg

HK og KA mætast í úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki á sunnudaginn í Digranesi en undanúrslitin fóru fram í kvöld.

KA lagði Völsung að velli fyrr í dag, 3:0, og HK var rétt í þessu að vinna sigur á Aftureldingu í síðari undanúrslitaleiknum, 3:1. Um var að ræða tvö efstu lið Mizuno-deildarinnar en liðin höfðu mæst tvisvar á tímabilinu og unnið einn leik hvort.

HK vann fyrstu hrinuna, sem var lengst af hnífjöfn, 25:20, en Mosfellingar svöruðu með því að vinna næstu, 25:18. Kópavogsliðið tók hins vegar næstu tvær, 25:20 og 25:16, til að tryggja sér sæti í úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert