KA lagði Völsung að velli, 3:0, er liðin mættust í undanúrslitum Kjörísbikar kvenna í blaki í Digranesi í dag.
Völsungur er á toppi 1. deildarinnar og sló meðal annars út úrvalsdeildarlið Álftaness í fjórðungsúrslitunum. Annað eins var þó ekki í kortunum í dag. KA-konur unnu 3:0-sigur, hrinurnar enduðu 25:13, 25:16 og 25:7. Paula Del Olmo Gomez var stigahæst KA-liðsins með 19 stig en Mireia Orozco skoraði 18.
Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram í kvöld er HK og Afturelding mætast klukkan 20. Úrslitaleikurinn er svo á sunnudaginn klukkan 13.