Afturelding í úrslit eftir oddahrinu

Úr leik HK og Aftureldingar í Digranesi í dag.
Úr leik HK og Aftureldingar í Digranesi í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Afturelding og Hamar mætast í úrslitaleik Kjörísbikars karla í blaki í Digranesi á morgun en undanúrslitin voru spiluð í dag. Afturelding var rétt í þessu að vinna HK í spennandi leik, 3:2.

HK vann fyrstu hrinuna 25:20 en Afturelding næstu tvær, 34:32 og 26:24. Því næst vann HK aðra hrinu sína og enn eina ferðina var leikurinn hnífjafn, hrinan fór 26:24 og þurfti því að grípa til oddahrinu. Sigþór Helgason átti stórleik fyrir Mosfellinga, skoraði 36 stig. Hjá HK var Andres Hilmir Halldórsson stigahæstur með 22 stig.

Þar hafði Afturelding betur 15:8 og leikur því til úrslita á morgun. Afturelding varð bikarmeistari 2017 í fyrsta og eina skiptið en Hamar hefur aldrei áður leikið til úrslita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert