SA vann öruggan 5:0-sigur á Fjölni er liðin mættust í Skautahöllinni á Akureyri í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld.
Axel Snær Orongan kom heimamönnum yfir strax á fyrstu mínútu en sá átti stórleik. Axel bætti við öðru marki heimamanna áður en Andri Þór Skúlason kom þeim í 3:0. Axel skoraði svo næstu tvö til að ljúka kvöldi sínu með fjórum mörkum.
SA er nú með sjö sigra í átta leikjum en Fjölnir varð fyrsta liðið til að leggja SA að velli á tímabilinu, gerðu það í síðasta mánuði. Fjölnir er með 4 sigra í öðru sætinu en SR rekur lestina, án stiga á botninum.