Hamar í úrslit í fyrsta sinn

Úr leik Hamars og Vestra í dag.
Úr leik Hamars og Vestra í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Hamar vann öruggan þriggja hrinu sigur gegn Vestra þegar liðin mættust í undanúrslitum Kjörísbikarsins í blaki karla í dag. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið kemst í úrslit bikarkeppninnar.

Hamar vann fyrstu hrinuna mjög örugglega, 25:13, en meiri spenna var í annarri hrinu, sem Hamar vann þó að lokum 25:21. Þriðju hrinuna vann Hamar svo örugglega, 25:16, og öruggur 3:0 sigur því staðreynd.

Radoslaw Rybak var stigahæstur í liði Hamars með 14 stig og bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir bættu við 11 og 10 stigum. Hjá Vestra var Juan Manuel Escalona stigahæstur með 9 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert