Hjörvar Steinn Grétarsson vann Hannes Hlífar Stefánsson á sannfærandi hátt í fyrri kappskák þeirra í Íslandsbikarnum sem fram fór í dag. Hjörvar hafði svart og beitti Najdorf-afbrigði Sikileyjarvarnar. Skákin tefldist á frekar óhefðbundin hátt og gat Hjörvar drepið “eitraða peðið” á b2 í fremur hagstæðri útgáfu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands.
Hjörvar fékk fljótlega töluvert betri stöðu sem dugði til góðs og sannfærandi sigur í aðeins 25 leikjum þar sem Hannesi voru nokkuð mislagðar hendur en að sama skapi var skákin óaðfinnanlega tefld að hálfu Hjörvars.
Hjörvar er afar í góðri stöðu fyrir síðari skákina á morgun þar sem Hannes þarf að nauðsynlega að vinna svörtu til að jafna metin og tryggja það að teflt verði til þrautar með skemmri umhugsunartíma.
Síðari skákin verður tefld á morgun og hefst klukkan 14. Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson verða með skákskýringar sem hefjast um kl. 15 á skak.is. Þar má jafnframt finna alla tengla á beinar útstendingar.