Við Íslendingar erum með þeim heppnustu á heimsvísu. Hér hefur keppni í íþróttum verið leyfð undanfarna tvo mánuði og upp á síðkastið hafa áhorfendur fengið að mæta á leiki og mót, reyndar í takmörkuðu magni og samkvæmt ströngum reglum.
Sumir hafa kveinkað sér undan því að íþróttirnar hafi þurft að lúta þyngri skilyrðum en sumt annað og telja fullvíst að öllu verði lokað á ný ef einn smitaður einstaklingur finnst á íþróttaviðburði. Ég efa ekki að á því yrði tekið á sama hátt og tónleikunum í Hörpu. Það var ekki við Hörpuna að sakast, sagði sóttvarnalæknir réttilega, og leyfði tónleikahald áfram.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag