Setti Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi

Baldvin Þór Magnússon á efsta þrepi eftir háskólamót í fyrra.
Baldvin Þór Magnússon á efsta þrepi eftir háskólamót í fyrra.

Baldvin Þór Magnússon setti í gær Íslandsmet í 3 þúsund metra hlaupi innanhúss og hefur hann nú gert það tvisvar á rúmum mánuði.

Akureyringurinn hljóp vegalengdina á 7:53,72 mínútum og sló þar með eigið Íslandsmet sem hann setti 7. febrúar er hann hljóp á tímanum 7:53,92. Bald­vin er við nám í Banda­ríkj­un­um og kepp­ir fyr­ir Ea­stern Michigan-há­skól­ann í NCAA en hann var að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu innanhúss í gær og hafnaði í 7. sæti keppninnar.

Baldvin er fæddur árið 1999 og er þetta því einnig aldursflokkamet í flokki 20-22 ára hjá honum en Frjálsíþróttasambandið segir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert