Einn sá besti frá upphafi hættur

Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar.
Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar. AFP

Leikstjórnandinn Drew Brees hefur lagt skóna á hilluna eftir 20 ár í NFL-deildinni í ruðningi. Enginn hefur kastað fyrir eins mörgum stikum (e. yards) í sögu NFL-deildarinnar og þá hefur enginn átt jafnmargar heppnaðar sendingar í deildinni.

Hinn 42 ára gamli Brees greindi frá ákvörðun sinni á Instagram. Hann hefur einu sinni fagnað sigri í Ofurskálarleiknum, tvisvar verið kosinn besti sóknarmaður ársins og 13 sinnum verið valinn í úrvalslið deildarinnar.

Brees hefur alls kastað fyrir 80.358 stikum í NFL-deildinni og átt 7.142 heppnaðar sendingar, fleiri en nokkur annar. Aðeins Tom Brady hefur kastað fyrir fleiri snertimörkum, en Brees hefur kastað fyrir 571 slíku og Brady 581.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert