Löw sendir Alfreð stuðningskveðju

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands. DFB

Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sent Alfreð Gíslasyni, þjálfara þýska karlalandsliðsins í handknattleik, stuðningskveðju eftir að Alfreð opinberaði hótunarbréf sem honum var sent.

„Þú ert frábær landsliðsþjálfari og við erum stolt af þér og liðinu. Í Þýskalandi verðum við að standa fyrir samstöðu og vernd, ekki sundrungu. Ég vona að sendandinn finnist og verði látinn sæta ábyrgð,“ sagði Löw.

Í bréfinu, sem Alfreð birti á Instagram-aðgangi sínum í gær, stóð:

„Við erum öll þýsk og vilj­um sömu­leiðis að þjálf­ari þýska landsliðsins í hand­knatt­leik sé þýsk­ur.

Heimsku­leg­ar ákv­arðanir þínar í leikj­um fara í taug­arn­ar á okk­ur.

Ef þú seg­ir ekki starfi þínu lausi mun­um við heim­sækja þig á heim­ili þitt og sjá­um þá til hvað verður um það. Við bíðum átekta.“

Löw segist ekki skilja hvað mönnum gangi til að vera að senda bréf sem þessi.

„Ég get varla ímyndað mér hvað fær fólk til þess að hóta öðrum svona. Alfreð, ég og fjöldi fólks stöndum þétt að baki þér!“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert