Skautafélag Akureyrar, SA, er deildarmeistari karla í íshokkí eftir öruggan sigur gegn SR í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld.
Jóhann Leifsson og Unnar Rúnarsson skoruðu hvor sitt markið fyrir SA í fyrsta leikhluta áður en Kári Guðlaugsson minnkaði muninn fyrir SR.
Baltasar Hjálmarsson skoraði þriðja mark SA áður en Steinar Veigarsson minnkaði muninn fyrir SR á nýjan leik. Orri Blöndal átti síðasta orðið fyrir SA í fyrsta leikhluta og staðan því 4:2, SA í vil.
Halldór Skúlason kom SA þremur mörkum yfir, 5:2, í öðrum leikhluta áður en Kári Arnarsson minnkaði muninn í 5:3-fyrir SR.
Jóhann Leifsson, Heiðar Jóhannsson og Róbert Hafberg skoruðu sitt markið hver fyrir SA í þriðja leikhluta og lokatölur því 8:3 á Akureyri í kvöld.
SA hefur unnið átta af níum leikjum sínum í deildinni í vetur og er með 24 stig. Fjölnir er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig og SR rekur lestina með 2 stig. SA hefur með þessu tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslitaeinvíginu sem verður nær örugglega gegn Fjölni.