Keppendur skiptu titlunum á milli sín

Ljósmynd/Árni Torfason

Íslandsmeistaramótið í áhaldafimleikum fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum um helgina en mótinu lauk í dag þegar keppt var til úrslita á einstökum áhöldum. Fimm hæstu keppendur úr fjölþrautinni í gær unnu sér inn keppnisrétt í dag.

Keppendur skiptu titlinum á milli sín í flokkum karla og kvenna. Jónas Ingi Þórisson úr Gerplu varð efstur á gólfi, Arnór Daði Jónasson úr Gerplu var efstur á bogahesti, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni hafnaði í 1. sæti í hringjum og Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu var efstur á stökki. Þá var Íslandsmeistarinn í fjölþraut í gær, Valgeir Reinhardsson úr Gerplu, efstur á tvíslá og Eyþór Örn Baldursson úr Gerplu efstur á svifrá.

Ljósmynd/Árni Torfason

Nanna Guðmundsdóttir úr Gróttu, Íslandsmeistari í fjölþraut, sigraði á gólfi í kvennaflokki. Guðrún Edda Min Harðardóttir úr Björk sigraði á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir úr  Gerplu á tvíslá og Hildur Maja Guðmundsdóttir úr Gerplu á stökki en þetta var fyrsta mót Hildar Maju í fullorðinsflokki.

Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Fimleikasambands Íslands.

Nanna Guðmundsdóttir.
Nanna Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert