Öll keppni í íþróttum hér á landi mun leggjast af næstu þrjár vikurnar, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á fréttamannafundi rétt í þessu.
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi strax á miðnætti og gilda í þrjár vikur, eða til 15. apríl. Um er að ræða allar æfingar og keppni, bæði hjá börnum og fullorðnum, og þar með ljóst að hlé verður gert á öllum yfirstandandi mótum, svo sem Íslandsmótunum í handknattleik, körfuknattleik og blaki, vormótunum í knattspyrnu, og öðrum fyrirhuguðum mótum.