Hefðbundna hlaupið með ólympíueldinn hófst við athöfn í Fukushima í Japan í nótt, ári eftir að það átti fyrst að hefjast.
Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í sumar en upphaflega áttu þeir að fara fram í fyrra, áður en kórónuveirufaraldurinn sótti á heimsbyggðina. Seiko Hashimoto, formaður skipulagsnefndar leikanna, sagði við athöfnina í nótt að hann vonaðist til að eldurinn gæti verið „ljósglætan sem boðar endalok myrkursins“.
Yfir tíu þúsund hlauparar munu bera kyndilinn þvert yfir Japan áður en ólympíueldurinn verður tendraður á opnunarhátíðinni 23. júlí. „Þessi litli logi missti aldrei vonina,“ bætti Hashimoto við.