Slokknaði á mönnum í fimmtán mínútur

Sveinn Aron Guðjohnsen í kröppum dansi í Gyor í gær.
Sveinn Aron Guðjohnsen í kröppum dansi í Gyor í gær. AFP

Ísland fer ekki vel af stað í lokakeppni EM U21-árs landsliða karla í knattspyrnu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóveníu og hófst í gær.

Íslenska liðið tapaði illa fyrir Rússum í fyrsta leik sínum í C-riðli lokakeppninnar í Györ í Ungverjalandi en leiknum lauk með 4:1-sigri rússneska liðsins.

Fjodor Chalov kom Rússum yfir á 31. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Vinstri bakvörðurinn Najair Tiknizjan bætti við öðru marki Rússa eftir frábæran samleik frá aftasta manni á 42. mínútu.

Það var svo Arsen Zakharjan sem skoraði þriðja mark Rússa á lokamínútum fyrri hálfleiks þegar hann labbaði í gegnum vörn íslenska liðsins og skoraði með hnitmiðuðu skoti úr teignum.

Denis Makarov kom Rússum svo 4:0 yfir í upphafi síðari hálfleiks með föstu skoti úr teignum áður en Sveinn Aron Guðjohnsen lagaði stöðuna fyrir íslenska liðið með fallegum skalla af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Willums Þórs Willumssonar.

Annað markið drap leikinn

Spennustigið var hátt hjá báðum liðum á fyrstu mínútum leiksins en mikið jafnræði var með liðunum eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn.

Íslenska liðið braut klaufalega af sér innan teigs eftir hálftíma leik og Rússar komust þannig á bragðið með marki úr vítaspyrnu.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert