Náði góðum árangri í Georgíu

Sveinbjörn Iura náði góðumm árangri í Georgíu.
Sveinbjörn Iura náði góðumm árangri í Georgíu. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Júdómaðurinn Sveinbjörn Iura náði góðum árangri þegar hann komst í 16-manna úrslit á sterku móti í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, í dag.

Sveinbjörn varð að sætta sig við tap gegn sterkum belgískum keppanda í 16-manna úrslitunum, en Belginn stóð að lokum uppi sem sigurvegari mótsins. 

Sveinbjörn, sem ætlar sér á Ólympíuleikana í Tókýó, fór upp um níu sæti á heimslistanum eftir mótið og er hann nú í 61. sæti. Mun hann keppa á öðru sterku móti í Tyrklandi í næstu viku.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert