Jóna Guðlaug valin í draumaliðið

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir þegar hún lék með Örebro í sænsku …
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir þegar hún lék með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni. Ljósmynd/Anders Olofsson

Blakkonan Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir hefur verið valin í draumalið sænsku úrvalsdeildarinnar. Jóna Guðlaug leikur sem atvinnukona með Hylte/Halmstad í deildinni og hefur átt frábært tímabil.

Jóna Guðlaug er ein af sjö leikmönnum sem eru valdar í lið ársins. Tveir samherjar hennar úr Hylte/Halmstad voru sömuleiðis valdar í liðið, þær Hanna Helvig, sem var valin leikmaður tímabilsins, og Dalila-Lilly Topic.

Liði Jónu Guðlaugar hefur enda, líkt og henni sjálfri, gengið frábærlega og er þegar búið að tryggja sér sænska bikarmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn.

Í úrslitakeppninni er Hylte/Halmstad svo komið í undanúrslit og freistar þess að tryggja sér sögulega þrennu. Tímabilið er nú þegar komið í sögubækurnar þar sem sigurinn í sænsku bikarkeppninni markaði fyrsta skiptið sem liðið vinnur bikarmeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert