Nýtt Íslandsmet í sleggjukasti

Elísabet Rut Rúnarsdóttir
Elísabet Rut Rúnarsdóttir Ljósmynd/FRÍ

ÍR-ingurinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir setti nýtt Íslandsmet í sleggjukasti á vetrarkastmóti í Laugardalnum í dag.

Elísabet kastaði 64,39 metra og bætti þar Íslandsmet Vigdísar Jónsdóttur úr FH frá því á síðasta ári. Er þetta í annað sinn sem hún bætir Íslandsmet Vigdísar en Elísa­bet var aðeins 16 ára göm­ul þegar hún bætti þágild­andi Íslands­met Vig­dís­ar á kast­móti UMSB í Borg­ar­nesi í maí á síðasta ári, en hún kastaði þá 62,16 metra.

Með kastinu er Elísabet búin að ná lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramót U20 og U23 og einnig fyrir heimsmeistaramót U20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert