Áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum

Íslenskir stuðningsmenn geta tekið gleði sína á ný.
Íslenskir stuðningsmenn geta tekið gleði sína á ný. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt að 100 áhorfendur mega koma saman á íþróttaviðburðum hér á landi frá og með næsta fimmtudegi.

Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag en í morgun kom fram að áhorfendur yrðu ekki leyfðir í nýjustu tilslökunum yfirvalda hér á landi.

Þessu hefur hins vegar verið breytt og mega nú áhorfendur mæta aftur á kappleiki en þeir þurfa að sitja í númeruðum sætum.

Nýjar sóttvarnareglur, sem taka gildi á fimmtudaginn, gilda í þrjár vikur en til stendur að bæði handboltinn og körfuboltinn hér á landi fari af stað með sínar deildarkeppnir á nýjan leik í næstu viku.

KSÍ, knattspyrnusamband Íslands, stefnir svo á að hefja leik um mánaðamótin apríl maí en upphaflega átti Íslandsmótið að hefjast hinn 22. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert