Enn eitt Íslandsmetið hjá Baldvini

Baldvin Magnússon á fullri ferð á hlaupabrautinni.
Baldvin Magnússon á fullri ferð á hlaupabrautinni. Ljósmynd/emueagles.com

Hlauparinn efnilegi Baldvin Þór Magnússon hélt áfram að slá Íslandsmet í kvöld, laugardagskvöld, þegar hann bætti 39 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 1.500 metra hlaupi á háskólamóti í Richmond í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Baldvin hljóp á 3:40,74 mínútum en met Jóns, sem hann setti í Þýskalandi vorið 1982, var 3:41,65 mínútur. Þetta er jafnframt aldursflokkamet í 20-22 ára flokki, sem og lágmark fyrir Evrópumót yngri en 23 ára í sumar en þar hefur Baldvin einnig náð lágmarkinu í 5.000 metra hlaupi.

Baldvin hefur heldur betur látið að sér kveða á háskólamótum að undanförnu. Hann stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi 25. mars og skömmu áður Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Hann keppir fyrir Eastern Michigan-háskólann. Báðum metunum náði hann af Hlyni Andréssyni.

Baldvin Þór Magnússon ásamt þjálfara sínum, Mark Rinker.
Baldvin Þór Magnússon ásamt þjálfara sínum, Mark Rinker.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert