Eldgosið setti strik í reikninginn

„Það var skrítin upplifun að fara á HM,“ sagði Marinó Kristjánsson, landsliðsmaður á snjóbretti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Marinó varð í mars fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt á heimsmeistaramótinu í snjóbrettum í Aspen í Bandaríkjunum en hann er tvítugur.

Ferðalagið til Bandaríkjanna gekk ekki klakklaust fyrir sig vegna jarðhræringa í Geldingadölum en þar byrjaði að gjósa 19. mars.

„Það var mjög sérstakt að fara til Bandaríkjanna á þessum tímum vegna kórónuveirufaraldursins,“ sagði Marinó.

„Við mættum út á Keflavíkurflugvöll, tilbúnir í flug, en svo hélt fólk að það væri eldgos í vændum.

Við vorum því ekki vissir um hvort það yrði flogið en sem betur fer byrjaði gosið ekki fyrr en fjórum dögum síðar,“ sagði Marinó.

Viðtalið við Marinó í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert