Fjöldamótmæli í London

Stuðningsmenn Chelsea eru ekki sáttir.
Stuðningsmenn Chelsea eru ekki sáttir. AFP

Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea eru allt annað en sáttir með fyrirætlanir um stofnun nýrrar ofurdeildar.

Margir þeirra eru nú mættir fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, til þess að mótmæla þátttöku liðsins í deildinni en Chelsea mætir Brighton í ensku úrvalsdeildinni klukkan 19.

Chelsea, Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenaham koma öll að stofnun deildarinnar ásamt AC Milan, Atlético Madrid, Barcelona, Inter Mílanó, Juventus og Real Madrid.

Knattspyrnuáhugamenn um allan heim eru mjög mótfallnir hugmyndum um nýju ofurdeildina og hafa þær verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert