Fjöldamótmæli í London

Stuðningsmenn Chelsea eru ekki sáttir.
Stuðningsmenn Chelsea eru ekki sáttir. AFP

Stuðnings­menn enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Chel­sea eru allt annað en sátt­ir með fyr­ir­ætlan­ir um stofn­un nýrr­ar of­ur­deild­ar.

Marg­ir þeirra eru nú mætt­ir fyr­ir utan Stam­ford Bridge, heima­völl fé­lags­ins, til þess að mót­mæla þátt­töku liðsins í deild­inni en Chel­sea mæt­ir Bright­on í ensku úr­vals­deild­inni klukk­an 19.

Chel­sea, Arsenal, Li­verpool, Manchester City, Manchester United og Tottena­ham koma öll að stofn­un deild­ar­inn­ar ásamt AC Mil­an, Atlético Madrid, Barcelona, In­ter Mílanó, Ju­vent­us og Real Madrid.

Knatt­spyrnu­áhuga­menn um all­an heim eru mjög mót­falln­ir hug­mynd­um um nýju of­ur­deild­ina og hafa þær verið harðlega gagn­rýnd­ar und­an­farna daga.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert