Fjórar íslenskar fimleikakonur keppa í dag í undanúrslitum á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Basel í Sviss.
Keppni hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma og þá keppa þær Guðrún Edda Min Harðardóttir og Margrét Lea Kristinsdóttir. Klukkan 14 hefja síðan þær Hildur Maja Guðmundsdóttir og Nanna Guðmundsdóttir keppni.
Hægt er að fylgjast með keppni í beinu streymi hér.
Á morgun eru síðan undanúrslitin í karlaflokki og þar keppa fyrir Íslands hönd þeir Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson.