Sundkappinn Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet í 200 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í Laugardalslauginni í dag.
Már keppir fyrir ÍRB í Reykjanesbæ en hann er í flokki S11 (blindir). Hann hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir frábæran árangur og í dag synti hann 200 metrana á 2:32,31 mínútu. Gamla heimsmetið setti Bandaríkjamaðurinn John Morgan í Barcelona á Spáni árið 1992 eða fyrir tæpum 30 árum.