Tiger Woods, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, hefur birt fyrstu ljósmyndina af sjálfum sér eftir að hann lenti í alvarlegu bílslysli í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrr á árinu.
Hann fótbrotnaði illa á hægri fæti í slysinu og þurfti að gangast undir aðgerð vegna þessa og hefur látið fara hægt fyrir sér síðan en slysið átti sér stað 23. febrúar.
Tiger, sem er 45 ára gamall, er næstsigursælasti kylfingur allra tíma á eftir Sam Snead og sá næstsigursælasti á eftir Jack Nicklaus á risamótunum.