Bætist í hóp þeirra sem fara á EM

Keppendur í 50 metra skriðsundi karla stinga sér til sunds …
Keppendur í 50 metra skriðsundi karla stinga sér til sunds í Laugardalslauginni um helgina. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Öðrum degi á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug er nú lokið og náðu nokkrir keppendur lágmarki til að taka þátt á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Búdapest í Ungverjalandi í næsta mánuði.

Kristinn Þórarinsson úr Fjölni sigraði í 50 metra baksundi á tímanum 26,50 sekúndum en hann þurfti að ná tímanum 26,66 til að komast á EM og er því á leiðinni til Ungverjalands. Þá náði Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sínu öðru EM lágmarki þegar hún bar sigur úr býtum í 50 metra flugsundi á tímanum 27,67 en lágmarkið fyrir 18-20 ára inn á mótið var 27,73. Hún náði lágmarki í 50 metra skriðsundi í gær.

Nokkrir keppendur náðu lágmörkum fyrir EM í gær. Steingerður Hauksdóttir í 50 metra baksundi, Dadó Fenrir Jasminuson og Símon Elías Statkevicius í 50 metra skriðsundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert